Þingvellir án Valhallar, það er ekki hægt!

Í huga mínum hafa Þingvellir alveg sérstaka þýðingu,auðvitað vegna þess að alþingi Íslendinga var stofnað þar en líka vegna þess að hann afi minn, Guðjón heitinn Sigfússon þúsundþjalasmiður sem bjó á Selfossi vann svo oft að viðhaldi í Valhöll.Síðan þá eru vissulega nokkrir áratugir en þetta er mér afar kær minning og tenging við hann afa.  Ríkið átti að vera búið að hefja endurbætur og lagfæringar þarna fyrir mörgum árum ,það er mín skoðun. Ég hugsaði einmitt í morgun,þegar ég las í Fréttablaðinu að hann Helgi Björnsson söngvari með meiru, ætti enn eitt 49.ára afmælið í dag og myndi spila í Valhöll í kvöld, kannski ég keyri austur og hlusti á hann yfir pilsner glas.

En nei það verður ekki því goðin í Almannagjá blésu í glæðurnar í eldhúsi Valhallar og nú eru þar rústir einar, synd og skömm!


Að þurfa eða þurfa ekki að nota geðlyf

Sem notandi geðlyfs vegna þunglyndis til margra ára gleðst ég yfir frétt um að danir hafi dregið úr notkun róandi lyfja og svefnlyfja. Því það á enginn að vera á lyfjum bara "af því" að hafa einu sinni verið ráðlagt það. Þetta er orðalag sem á að lesast ;sumir hafa val um að nota geðlyf en aðrir hafa ekkert val , geta verið hættulegir sér eða öðrum án inntöku þeirra. Alvarleiki einkenna sjúkdómsins þunglyndis eru nefnilega mjög misjöfn. Einkennin geta legið niðri tímabundið en blossað  upp við tilkomu annarra alvarlegra sjúkdóma eða aðstæðna s.s vegna  síendurtekinna brjósklosa ,að missa vinnunna eða missa ástvin, lífið hefur svo margbreytilegar myndir.

Lífshamingja og notkun geðlyfja er ekkert sem hefur = merki á milli sín. Reglulega þarf sjúklingur með þunglyndi að endurskoða með sínum geðlækni einkenni  sjúkdóms og virkni lyfjana. Það er mín reynsla. Ég hef góða reynslu af notkun þunglyndislyfja og hef regluleg samskipti við minn geðlækni um lyfjanotkun mína.Ég hvet alla sem hafa notað eða nota geðlyf til að skoða reglulega með sínum geðlækni þörfina fyrir geðlyfs síns.Og líka  til að skoða aðrar leiðir til að hafa áhrif á geðslag sitt.

Hver og einn hefur sína ábyrgð fyrir líðan sinni.


mbl.is Dregur úr geðlyfjanoktun í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauði kross Íslands,að sinna Íslendingum!

Rauði kross Íslands er með opið hús í Borgartúni og þangað eru velkomnir allir sem búa við breyttar aðstæður, þurfa á stuðningi að halda og afþreyingu. Margir  sem koma þarna  eru milli atvinnu,öðrum orðum atvinnulausir. Ekki þó allir , ekki fyrir mörgum vikum var ég í veikindafríi vegna þunglyndis og ég þurfti á samveru að halda og tilbreytingu, því eitt einkenni þunglyndis er að þú einangrar þig. Ég gekk því niðrí Borgartún, fór inn og spurði , má ég vera með? Ójá, velkomin!!

Þarna er yndislegt viðmót starfsmanna Rauða krossins og mikið af góðum sjálfboðaliðum sem leggja sig fram um að skapa notalegt andrúmsloft.Þarna eru námskeið,tölvuaðgengi,fyrirlestrar , ráðgjöf og fullt af fólki í sömu aðstöðu og þú sem komst inn, líður ekki allt of vel. En ég mæli 100% með því að vera í opnu húsi Rauða kross Íslands í Borgartúni, mér leið vel þar og bati minn kom hægt og sígandi,vissulega með læknishjálp,vinum og fjölskyldu og Rauða kross Íslands í Borgartúni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband