Þingvellir án Valhallar, það er ekki hægt!

Í huga mínum hafa Þingvellir alveg sérstaka þýðingu,auðvitað vegna þess að alþingi Íslendinga var stofnað þar en líka vegna þess að hann afi minn, Guðjón heitinn Sigfússon þúsundþjalasmiður sem bjó á Selfossi vann svo oft að viðhaldi í Valhöll.Síðan þá eru vissulega nokkrir áratugir en þetta er mér afar kær minning og tenging við hann afa.  Ríkið átti að vera búið að hefja endurbætur og lagfæringar þarna fyrir mörgum árum ,það er mín skoðun. Ég hugsaði einmitt í morgun,þegar ég las í Fréttablaðinu að hann Helgi Björnsson söngvari með meiru, ætti enn eitt 49.ára afmælið í dag og myndi spila í Valhöll í kvöld, kannski ég keyri austur og hlusti á hann yfir pilsner glas.

En nei það verður ekki því goðin í Almannagjá blésu í glæðurnar í eldhúsi Valhallar og nú eru þar rústir einar, synd og skömm!


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband