Rauði kross Íslands,að sinna Íslendingum!

Rauði kross Íslands er með opið hús í Borgartúni og þangað eru velkomnir allir sem búa við breyttar aðstæður, þurfa á stuðningi að halda og afþreyingu. Margir  sem koma þarna  eru milli atvinnu,öðrum orðum atvinnulausir. Ekki þó allir , ekki fyrir mörgum vikum var ég í veikindafríi vegna þunglyndis og ég þurfti á samveru að halda og tilbreytingu, því eitt einkenni þunglyndis er að þú einangrar þig. Ég gekk því niðrí Borgartún, fór inn og spurði , má ég vera með? Ójá, velkomin!!

Þarna er yndislegt viðmót starfsmanna Rauða krossins og mikið af góðum sjálfboðaliðum sem leggja sig fram um að skapa notalegt andrúmsloft.Þarna eru námskeið,tölvuaðgengi,fyrirlestrar , ráðgjöf og fullt af fólki í sömu aðstöðu og þú sem komst inn, líður ekki allt of vel. En ég mæli 100% með því að vera í opnu húsi Rauða kross Íslands í Borgartúni, mér leið vel þar og bati minn kom hægt og sígandi,vissulega með læknishjálp,vinum og fjölskyldu og Rauða kross Íslands í Borgartúni.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Þetta var góð lesning.... því aldrei er góð vísa of oft kveðin...... vona að þér líði sem best og gangir inn i sumarið með bros á vör.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 7.6.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband